Hjól atvinnulífsins 2: Atvinnuþátttaka

Í síðaustu færslu fjallaði ég um atvinnuleysi á Íslandi og setti það í samhengi við atvinnuleysi í Írlandi og innan OECD. Niðurstaðan var sú að þrátt fyrir að atvinnuleysi væri vissulega vandamál á Íslandi þá mætti ekki ýkja vandamálið.

Önnur leið til að meta atvinnuleysi er að setja það í samhengi við aðrar mælingar á atvinnustigi. 6-7% atvinnuleysi segir mismunandi sögur um ástand vinnumarkaðarins eftir því hvort það er í samhengi mikillar eða lítillar atvinnuþátttöku. Sem dæmi má nefna að stundum er gefið í skyn að atvinnuleysi í kjölfar bankahrunsins skýrist fyrst og fremst af örlæti bóta, fremur en ónógri eftirspurn eftir vinnuafli. Sumir tala líka eins og hjól atvinnulífsins hafi stöðvast og að það þurfi meiriháttar átak af hálfu stjórnvalda til að fá þau til að snúast. Read more »

Hjól atvinnulífsins: Atvinnuleysi í samhengi

Ísland hefur lengi haft þá sérstöðu meðal evrópskra þjóða að búa við sérlega gott atvinnuástand, þ.e. atvinnuþátttaka hefur verið mikil en atvinnuleysi lítið. En aukið atvinnuleysi er óhjákvæmilegur fylgifiskur efnahagskreppa og Ísland er engin undantekning hvað það varðar. Atvinnuleysi er alvarlegt samfélagsmein sem hefur skaðleg áhrif á hina atvinnulausu, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Það eru því góðar ástæður til að vera uggandi yfir auknu atvinnuleysi. Það er þó mikilvægt að setja þróunina í víðara samhengi til að við höfum skýra mynd af umfangi vandans. Read more »

Íslenska leiðin út úr kreppunni

Ný skýrsla Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands, Áhrif hrunsins á lífskjör þjóðarinnar (fyrri hluti), sýnir að Ísland hefur að mörgu leyti farið aðra leið í gegnum kreppuna en flestar þær vestrænu þjóðir sem fóru hvað verst afvega á áratugnum fyrir kreppu. Hér var lægri og milli tekjuhópum hlíft við afleiðingum kreppunnar að hluta en þyngri byrðar lagðar á hærri tekjuhópa, sem meiri greiðslugetu hafa. Read more »